Monthly Archives: December 2017

2017 í máli og myndum

Hér er smá samantekt á þeim hápunktum líðandi árs sem ég man eftir

janúar


Árið 2017 byrjaði með látum hjá mér, það var stutt í “lók í laug” ferð okkar félaga, og jeppinn enganvegin tilbúinn. Þannig fór að daginn fyrir brottför tók ég frí frá vinnu, og vann í bílnum allan þann dag, og alla nóttina, fór að sofa um 8 um morgun og svaf til hádegis, vann svo í bílnum til kl 17 á brottfarardag, en brottför var einmitt kl 17. Þá lögðum við Sóley af stað einbíla um kl 1900 á eftir ferðahópnum og vorum komin inn í Landmannalaugar um kl 23 vandræðalaust. En sjaldan hefi ég verið jafn þreyttur, og þetta er sú eina jeppaferð sem ég hef farið á ævinni sem ég hafði ekki neitt gaman að. Enda fór ég heim strax daginn eftir, og fór strax að íhuga sölu á jeppanum!

Við Bjallarvað á heimleið, einbíla.

Daginn eftir hlánaði mikið og var þá ekki mikill snjór eftir, þó jörð hafi verið vel frosin.

Eftir ferðina gerði ég lítið annað en að vinna, enda er janúar yfirleitt svolítið strembin í skoðunarbransanum, allir vilja koma sem fyrst í skoðun!

Einhvern laugardag í janúar kom ég svona að Hrauninu, þessi maður á landrover jeppa sínum var búinn að leggja þvert fyrir innkeyrsluna svo ég komst hvergi með bifreið inn. Þá lagði ég druslum mínum þétt upp að honum svo hann kæmist ómögulega.

febrúar


Seinni hluta febrúarmánaðar kafsnjóaði í Reykjavík

 

Þá trekkti ég þennan í gang, og setti á hann díselolíu, en það hafði ég ekki gert frá því í júní árið 2016

mars


Til stóð að halda á Langjökul um helgi, á þriðjudegi ákveð ég að snera ekki Fordinn, enda ennþá leiður á honum frá því um áramótin, tók því heldur Galloper jeppan minn og skellti honum á 38″ dekk og fór á honum á jökul

Bíllinn var áður á 35″ dekkjum sem pössuðu vel, það þurfti að beita smá brögðum til að koma 38″ dekkjum undir

Gunnar Gírlausi fékk líka afnot af hrauninu eina kvöldstund, þarna var ég nánast klár í ferð, var bara að skera mynstur í dekkin, sem voru slétt þegar ég keypti þau fyrir 15000 kr.

Komnir á Þingvelli

Komnir á hábungu Langjökuls

Túrbínan hitnaði svakalega, kveikti í klæðningu á kvalbaknum og upp í húddlokinu, þarna var gott að hafa slökkvitæki!

Frábært útsýnisveður á jöklinum

Beinn vegur

Á vegi okkar urðu þrjár ungar stúlkur frá Boston ÚSA, en þær höfðu lent á klakanum um morgun sama dag, leigt sér bíl og komið honum út af veginum fljótlega eftir hádegi. Við drógum þær upp á veg og sögðum svo bara Good Luck!

 

Seinna í mars bauð Sóley  mér upp á notalega helgi í sumarbústað í Brekkuskógi, við fórum líka góðan rúnt um nærumhverfið og m.a. í Friðheima.

 

apríl


Í apríl fórum við í stóra páskaferð, hringinn kringum hofsjökul með gistingu í setri, og í laugafelli.

Sýndi mínum manni stuðning, meðan ég gerði galloper kláran fyrir stórferð

við skálana í Kerlingarfjöllum

Við Setur, undir Hofsjökli

Við skála Ferðafélagsins við Jökuldal

Stolt heimsálfanna, Breska stoltið, Ameríska stoltið og Kóreska stoltið!

Mið-ísland

við miðjuna

 

loftsían í galloper klakaborin

allt stíflað

 

smá krapi öðru hvoru

 

 

 

Fljótlega eftir þessa ferð setti ég auglýsingu þar sem ég bauð fordinn til sölu, viðbrögðin létu ekki á sér standa, svo mikil urðu þau að ég þurfti að fjarlægja símanúmerið úr auglýsingunni því síminn bókstaflega stoppaði ekki, og menn hringdu langt fram á kvöld!

Ég setti auglýsinguna inn rétt fyrir kvöldmat á föstudegi, um kl 11 um morgun var ungur maður frá blönduósi kominn til að skoða bílinn, og hann var farinn burt á honum fljótlega upp úr hádegi.

 

Rétt fyrir mánaðamót apríl maí kaupi ég þennan títtnefna Hilux jeppa á bílauppboði króks!

 

maí


Rússland gaf Kóreu start, samvinna þjóðanna er bersýnileg.

 

Svo keypti ég mér ferðavagn, sem ég svaf nokkuð mikið í um sumarið

Gat auðvitað ekki átt ferðavagn öðruvísi en að breyta fjöðrunarbúnaðinum

júní


Skellti mér á bíladaga með Braga myndatökumanni, sóley var að vinna, tók þessa ákvörðun kl 5 eftir vinnu á föstudegi og lagði af stað kl 6

Tucson gæðingurinn fór létt með að draga húsið norður

Eitthvað brenglaðist myndin, en nær stemmningunni vel. ég kalla hana Bragi Hawking

Svo skruppum við sóley ásamt G7 á jónsmessuhátíð í Básum við Þórsmörk

keypti sólarsellu á vagninn frá Netberg í Grindavík

Við Stakkholtsgjá

Prófuðum að setja upp fortjaldið, það er fínt

Ekki fer vagninn neitt verr afturí kóreusjerpanum

júlí


í júlíbyrjun fórum við á Hólmavík að fylgjast með rallkappakstri, og drukkum svo Gin í Gin með klaka úr 20lt. skúringarfötu

Seinna í júlí giftist Einar Sveinn vinur minn Sigríði Laufeyju

ágúst


Fyrri hluta ágústmánaðar átti Hilux jeppinn hug minn allan, en í lok ágúst fórum við Sóley til Spánar og upplifðum margt og mikið!

Ég var duglegur að taka myndir og skrifa ferðadagbók, hana er hægt að nálgast hér á síðunni ef flétt er til ágúst og september 2017.

september


um miðjan sept komum við heim frá spáni

seinnihluta september kvöddum við vinnufélaga frá frumherja, Haukur hætti mánaðarmót september október, hann hefur verið mörgum mikill lærimeistari í skoðunarbransanum og víðar

ég og haukur á góðri stund

október


Ég fékk mér rafbíl

fór með hiluxinn í skoðun og fékk 12 krossa

fór með frumherja á árshátíð í Berlín

nóvember


Það var ekki fyrr en um miðjan nóvember sem ég kvaddi sumarið formlega, þ.e. með þvi að ganga frá ferðavagninum. En í sanni sagt þá komst það ekki í verk vegna verkelju af völdum Toyota jeppans.

 

Árið 2017 hefur verið viðburðarríkt, og ég hef enga trú á öðru en að 2018 verði viðburðarríkara, mig langar að vera duglegri að ferðast innanlands á komandi ári, jafnvel á kostnað utanlandaferða.

Smá prufurúntur á Skjaldbreiður

Á annan í jólum fórum við félagar saman á fjórum jeppum upp á Skjaldbreiður, dagsrúnt í góðu veðri til að prófa hiluxinn í sínu náttúrulega umhverfi, ferðin gafst vel og voru menn almennt ánægðir með bíla sína og ekki síst ég með minn. Vitaskuld voru símarnir á lofti og tókum við þessar ágætu myndir

Ferðafélagar hittast við þjónustumiðstöð á Þingvöllum

2 súkkur og 2 hiluxar

2 hiluxar reisulegir saman

utaní Skjaldbreiðum

og uppi á topp

Sigurður Óli, rallkappi með meiru, praktískasti ferðamáti sem um getur. Ómar Ragnars á ekki möguleika í þetta!

Myndir úr albúmi hjá Sóley

Tvö festu video

 

 

 

 

Smá jólastúss

Tímareimin gæti verið 10 ára, það voru engar upplýsingar um hana, einnig var komið væl í vatnsdæluna, það reyndist vera því legur voru ónýtar, líklega vegna aldurs en einnig vegna þess að viftuspaðinn var pakkaður fullur af olíublautri drullu, sennilega um kílógramm bara á spöðunum

Hlífin yfir tímareiminni var skítug svo ég þreif hana vel, en þéttikanturinn var orðinn lemstraður og teygður þannig hann passaði ómögulega, svo ég klippti af honum á nokkrum stöðum og límdi hann niður, þá verður þetta til friðs og fennir ekki inn að reiminni þó bíllinn standi í skafaldsbyl á fjöllum

Allt þrifið og gert fínt með olíuhreinsi

Ný reim, ný hjól og ný vatnsdæla! Hvað getur klikkað

Skítmixuð hita hlíf yfir túrbínunni, betri en ekkert! En ég stefni á að setja aðra túrbínu þarna fljótlega og vanda þá meira við smíð á hitahlíf

 

Gamlar myndir af Hilux

Fyrr í dag hafði Ingvi, fyrsti eigandi Hilux jeppans samband við mig og sagðist eiga af honum gamlar myndir sem honum langaði að sýna mér. Það er alltaf gaman að “leita að upprunanum!”

 

Hér er bíllinn greinilega nýr og verið að breyta, þarna á eftir að smíða undir hann fjöðrun að aftan og færa hásingu aftar

Hér mynd úr bók Jóns Snæland, við Eystri-Jökulsá norðan Hofsjökuls.

Þungum snjó borinn, þarna sýnist mér vera spil að framan

Flott mynd

Leti undanfarið

Undanfarið hef ég verið óvenju latur í skúrnum, meira verið að sinna svona smáverkum, lenti í miklum vandræðum með Hyundai Tucson fólksbílinn minn, í honum hefur sungið í hjóllegu v/m framan síðan í haust, þrívegis hef ég rifið allt í sundur og reynt að ná legunni sundur án árangurs, meðal annars með gastækjum og þurrís, vandamálið er að öxullinn er fastur í hjólnáinu(rílunum). Ég hef náð 50 tonna pressu átaki á öxulendann og nú er hann orðinn útflattur, þrátt fyrir að hita og kæla til skiptis með 50 tonna þunga á öxulendanum þá bifast hann ekki, því hef ég þurft að kaupa öxulendann, hjólnáið, hjólnavið og hjólleguna nýja og setja í bílinn. Þetta kemur vonandi í næstu viku og þá get ég prófað að púsla þessu svona saman. Það er aldrei neitt auðvelt með þann bíl, alltaf erfitt! 🙂

 

En í hiluxinum hef ég verið að grysja rafkerfið aðeins, hef líklega fjarlægt um 20 metra af rafmagnsköplum sem ekki eru lengur í notkun, ég skipti um útvarpsloftnetið en kapallinn bakvið mælaborðið var búinn að nuddast sundur og því voru skilyrði slæm öllu jafna. Svo setti ég þrjá aukamæla upp á mælaborðið, á eftir að ákveða hvort mér líki sú staðsetning nóg, en dettur enginn staður betri í hug eins og staðan er akkurat nú. Þetta er boost mælir, aukatanks mælir og afgashitamælir.

 

 

Svo setti ég tvo kastara framan á hann, og tengdi, skildi ekkert í því hvað annar kastarinn lýsti daufu ljósi en sá svo að peran í öðrum þeirra var fyrir 24v. rafkerfi.